HomeUm okkur 3

Markús Arnar Finnbjörnsson, Davíð Ásgeirsson og Kristinn Bergsson

Fyrsta brugghúsið stofnað á Suðurnesjum setur fimm bjóra á markaðinn. Nöfnin úr Suðurnesjasögunni.
Rosmhvelingur, Nýlenda eða Steinuður gætu orðið þekkt nöfn á Suðurnesjum og jafnvel víðar. Eigendur þeirra eru alla vega bjartsýnir og stefna á að koma þeim á Íslandsmarkað á næstu vikum. Við erum að tala um nýjar bjórtegundir bruggaðar á Suðurnesjum. Í fyrsta brugghúsi svæðisins.

Fyrstu Suðurnesja-bjórarnir!

Fyrstu 5 bjórarnir

Nafnið á brugghúsið hafði lengi staðið í stofnendunum. Svo þegar þeir fjárfestu í húsi í Garðinum í Suðurnesjabæ kom það. Litla brugghúsið er í húsnæði sem Litla leikfélagið í Garðinum byrjaði að byggja fyrir margt löngu síðan. Stofnendurnir eru þrír, allir með tengingu í Garðinn og heita Davíð Ásgeirsson, Markús Arnar Finnbjörnsson og Kristinn Bergsson. Þeir Davíð og Markús fóru saman á kornsuðunámskeið árið 2016 sem konur þeirra gáfu þeim og ekki löngu seinna hittu þeir Kristinn sem er eins og þeir, mikill áhugamaður um bjór og bjórgerð. Hann sagðist ekki geta beðið lengur með að fara að framleiða bjór og eftir smá spjall smullu þremenningarnir saman og stofnuðu fyrirtækið.

Í ljósi núgildandi íslenskra laga megum við ekki selja afurðir okkar í vefverslun til okkar vina, en hægt er að versla þær í Vínbúðinni og á Bjórland.is … Við bindum vonir til þess að fljótlega megið þið versla beint við okkur í brugghúsinu.