Markús Arnar Finnbjörnsson, Davíð Ásgeirsson og Kristinn Bergsson (mynd: Víkurfréttir)
Stofnendur
Kristinn, Davíð og Markús eru allir uppaldir á Suðurnesjum og eru búsettir í Suðurnesjabæ. Þeir eru miklir áhugamenn um bjór og bjórgerð og hafa bruggað bjór um árabil og ákváðu svo að stofna brugghús á Suðurnesjum. Fyrsti Suðurnesjabjórinn kom svo á markað í október 2020.
Nafnið
Litla leikfélagið í Garðinum var mjög öflugt áhugamannaleikhús hér á árum áður og voru Garðbúar duglegir að sækja menningu í leiklistina. Leikfélagið var stórhuga og reisti sér húsnæði fyrir starfsemina. Hins vegar fór aldrei svo að leikrit yrði sett upp þar en leikfélagið lagðist í dvala. Brugghúsið keypti húsnæðið og til að heiðra minningu þessa öfluga menningarstarfsemi þá varð nafnið á brugghúsinu Litla Brugghúsið. Allir stofnendur Litla brugghúsins eiga rætur að rekja í Litla leikfélagið.
Torfi Steinsson tekur fyrstu skóflustunguna af húsinu eftir ræðu Ólafs Gunnar Sigurðssonar (mynd: Ólafur Gunnar Sæmundsson)